4.4 C
Selfoss

Hluti Austurvegar á Selfossi lokaður vegna veituframkvæmda

Vinsælast

Selfossveitur, í samstarfi við Vegagerðina, hafa lokað hluta Austurvegar – þjóðvegi 1 – á Sel­fossi á svæðinu frá Lang­holti að Laugardælavegi vegna veitufram­­kvæmda. Hjáleiðir verða um Lang­holt, Larsenstræti og Gaul­verjabæjarveg.

Um endur­nýj­anir í veitukerf­um Sel­foss­veitna er að ræða til að mæta þörfum stækkandi byggðar. Vegfarendur eru beðnir um að gaumgæfa vinnu­svæðamerkingar vel og fara eftir tímabundnum merk­ing­um, því þær eiga að tryggja öryggi allra í grennd við fram­kvæmdasvæðið. Breytingar munu verða á skiltum og leið­bein­ingum á verk­tíma og því mikil­vægt að veita þeim fulla athygli. Aðgengi um Laugardæla­veg og Langholt geta takmarkast að hluta meðan á framkvæmdum stendur. Full aðgát og tillitssemi í garð verktaka og annarra veg­far­enda eru lykilatriði í að fram­kvæmdin gangi hratt og örugg­lega fyrir sig.

Nýjar fréttir