10.6 C
Selfoss

Sunnlendingar heiðraðir á ÍSÍ-þingi

Vinsælast

74. íþróttaþing Íþrótta- og Ólympíu­sambands Íslands var hald­ið í Reykjavík um síðustu helgi. Þingfulltrúar voru vel á ann­að hundrað af öllu land­inu. Full­trú­ar HSK á þinginu voru þau Guðríður Aadnegard, Helgi S. Har­aldsson, Guðmundur Jónas­son, Olga Bjarnadóttir, Engil­bert Olgeirsson, Gissur Jóns­son og Jana Lind Ellerts­dóttir, sem mætti sem varafulltrúi seinni daginn.

Þrír einstaklingar úr HSK voru heiðraðir á þinginu. Hrafn­hildur Guðmunds­dóttir í Þorláks­höfn og Guðmund­ur Kr. Jónsson Selfossi voru kos­in heiðursfélagar ÍSÍ og Jón M. Ívarsson var sæmd­ur heiðurskrossi ÍSÍ.

Þingfulltrúar HSK. F.v.: Gissur, Engilbert, Guðríður, Jana Lind, Olga og Guðmundur. Á myndina vantar Helga S. Haraldsson sem var þingfulltrúi fyrri daginn.

Olga Bjarnadóttir kjörin í stjórn ÍSÍ
Tíu voru í framboði til sjö sæta í stjórn ÍSÍ til fjögurra ára. Olga Bjarnadóttir á Selfossi var var ein þeirr og var kjörin í stjórn. Gunnar Braga­son frá Hellu var endurkjörinn og því eru þrír Sunn­lendingar í nýju stjórninni en Selfyssingurinn Þráinn Haf­steins­son var kosinn til fjögurra ára á íþróttaþingi 2017. Reyk­vík­ingurinn Knútur G. Hauksson kom nýr inn í stjórn, en hann er jafnframt formaður Golfklúbbs Önd­verðar­ness. Aðrir sem náðu kjöri eru Ása Ólafsdóttir, Haf­steinn Páls­son, Ingi Þór Ágústs­son og Kol­brún Hrund Sigurgeirsdóttir.

Nýjar fréttir