2.8 C
Selfoss

Spennandi og skemmtileg efnisskrá hjá Karlakór Selfoss

Vinsælast

Karlakór Selfoss heldur fyrstu vortónleika sína í Selfosskirkju í kvöld á sumardaginn fyrsta og hefjast þeir kl. 20:30. Á efnisskrá er sambland klassískra karlakórslaga og þekktra íslenskra og erlendra dægur- og þjóðlagaperla. Að þessu sinni hefur kórinn fengið til liðs við sig fjóra undirleikara sem gerir dagskrá kvöldsins enn meira spennandi og óhefðbundna miðað við fyrri tónleika kórsins.

Næstu tónleikar kórsins eru svo þriðjudagskvöldið 30. apríl í Selfosskirkju kl. 20:30, í Fella- og Hólakirkju 2. maí kl. 20:00 og loks í Skálholti þann 4. maí kl. 17:00.

Nýjar fréttir