11.1 C
Selfoss

Inghóls endurfundaballið – ekki missa af þessu

Vinsælast

Laugardaginn 4. maí  verður hið árlega Inghóls endurfundaball eða Inghóls Reunion, en ballið er tileinkað öllum þeim sem voru upp á sitt besta hér á árunum 1985 til 2001 á Selfossi. Á sviðinu að þessu sinni verður heldur betur veisla en fjórir af heitustu plötusnúðum þess tíma mæta á svæðið en við erum að tala um þá TJ the DJ (Þórir Jóhanns) DJ Marvin (Einar Bárðar) DJ Pripps (Fribbi Gunn) og DJ Búni (Björn Daði), fyrr um kvöldið verður svo Reunion hjá 75 árgangnum, miðaverð er aðeins 1.000 kr. Og er aldurstakmark er að venju 30 ár. Við mælum því með að Inghóls kynslóðin láti ekki þetta einstaka tækifæri renna sér úr greipum og takið daginn frá.

Nýjar fréttir