8.9 C
Selfoss

Elvar Guðni með sýningu í Svartakletti

Vinsælast

„Það er hafið og fjaran sem heillar, bátarnir sem voru, mannlífið og raunveruleikinn. Átökin til sjós og lands í blíðu og stríðu. Hafið, brimið, fjaran, allt á sama stað, bátarnir farnir, bryggjan stendur og geymir fótspor hins liðna. Þessi lágreista byggð fyrir opnu hafi og ekki má gleyma vatnasvæðinu, mýrinni og fjallahringnum, öll þessi óendanlega víðátta til allra átta. Veðrið síbreytilegt,“ segir Elvar Guðni Þórðarson, myndlistarmaður á Stokkseyri. „Ég hef staðið við trönurnar og reynt að mála allar þessar minningar og raunveruleikann, á minn hátt.“

Hluti af þessu ásamt öðru verður til sýnis í Gallerý Svartakletti Menningarverstöðinni, Hafnargötu 9, Stokkseyri, alla páskadagana og þar fyrir utan verður sýningin opin föstudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 14:00–18:00 í apríl og maí, en henni lýkur á sjómannadaginn 2. júní.

Nýjar fréttir