11.7 C
Selfoss

Krakkarnir mótmæltu við ráðhúsið á Selfossi

Vinsælast

Hópur nemenda úr Sunnulækjarskóla fóru í kröfugöngu sl. föstudag og enduðu með mótmælastöðu við ráðhús Árborgar á Selfossi. Þar tók Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri á móti þeim.

Krakkarnir voru að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í baráttunni við loftslagsbreytingar og önnur umhverfismál, svipað og hin sænska Greta Thunberg hefur verið að gera. Fannst krökkunum að betur mætti gera í Sveitarfélaginu.

Bæjarstjórinn gaf sér góðan tíma til að ræða við krakkana og tók undir boðskap þeirra, sagði m.a. að við gætum gert betur í umhverfismálum í sveitarfélaginu.

Nýjar fréttir