7.3 C
Selfoss

Fengu Grænfánann í fjórða sinn

Vinsælast

Þann 3. apríl sl. fékk Grunnskólinn í Hveragerði afhentan sinn fjórða Grænfána. Mikil vinna liggur að baki hverjum Grænfána en þemun sem unnið hefur verið eftir sl. tvö ár er náttúruvernd og átthagar. Verkefni þessu tengd eru til að mynda árgangagöngur að hausti þar sem hver árgangur gengur saman um helstu gönguleiðir í nágrenninu. Þá fer 1. bekkur í stutta göngu en svo lengjast ferðirnar eftir því sem nemendur eldast og þegar komið er í 10. bekk er farið í dagsgöngu frá Nesjavöllum gegnum Marardal og niður hjá Hveravöllum. Þá eru allir árgangar með útitíma í stundaskrá sem nýttir eru til ýmissa verka sem tengjast náttúrufræði og umhverfisvitund.

Umhverfisnefnd skólans er skipuð bæði nemendum og starfsfólki sem vinnur að því að halda umhverfisvitund innan skólans á lofti. Næsta verkefni er svo að vinna með loftslagsmál og hvernig við sem einstaklingar getum minnkað kolefnismengun.

Nýjar fréttir