10 C
Selfoss

Selfossveitur og Árborg semja við DMM Lausnir

Vinsælast

Selfossveitur bs. og Sveitarfélagið Árborg undirrituðu 3. apríl sl. samning við DMM Lausnir ehf. um hugbúnað fyrir eigna- og viðhaldsstjórnun. DMM mun verða notað fyrir hitaveitu, kaldavatnsveitu, fráveitu, lóðir, gatnakerfi o.fl. Hlutverk DMM verður sér í lagi að halda utan um helstu eignir sem þar koma við sögu og styðja við fjölda verkefna í daglegum rekstri sem miða að því að tryggja öruggan rekstur og góða endingu. Þess má geta að Selfossveitur hafa um langt skeið notað hugbúnaðarkerfið „Arfann“ sem er forveri DMM hugbúnaðarkerfisins frá því um 1995. Það er sérstakt ánægjuefni fyrir DMM Lausnir að fá tækifæri til að hefja nýja kafla með Selfossveitum og Árborg með mun öflugara DMM kerfi sem mun veita fleiri möguleika fyrir þá fjölbreyttu starfssemi sem hér um ræðir.

Nýjar fréttir