9.5 C
Selfoss

Ofsaakstur á Suðurlandi

Vinsælast

Tveir ökumenn voru sviptir ökuréttindum á staðnum í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi á Mýrdalssandi í gær. Um var að ræða erlenda ferðamenn sem voru í samfloti á tveimur bifreiðum. Farþegar úr bifreiðunum tóku við akstri þeirra en um er að ræða ökuleyfissviptingu í tvo mánuði.

Alls voru 11 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur á Mýrdalssandi og kringum Vík í Mýrdal í gær. Aðrir ökumenn en þeir sem að framan geinir óku á 142, 141 og 136 km hraða og neðar. Um var að ræða sex erlenda ferðamenn og fimm Íslendinga.

Þá ók einn ökumaður á 95 km hraða í gegnum þorpið í Vík en þar er 50 km hámarkshraði.

Samtals munu þessir ökumenn þurfa að greiða rúmlega eina milljón króna í sekt.

Þá voru einnig 10 aðrir ökumenn kærðir annarsstaðar í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi í gær eða alls 21 ökumaður.

Frétt frá lögreglunni á Suðurlandi

Nýjar fréttir