-1.6 C
Selfoss

MAST innkallar hundafóður

Vinsælast

Matvælastofnun varar við Hill´s hundafóðri vegna of mikils D-vítamíns. Fyrirtækið Vistor hefur innkallað eina framleiðslulotu af blautfóðrinu af markaði í samráði við Matvælastofnun. Einungis hefur verið hægt að kaupa fóðrið á dýralæknastofum.

Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður.

Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vöruheiti: Precription diet canine i/d 360
  • Framleiðandi: Hills Pet Nutrition
  • Þyngd: 360 g
  • Best fyrir dagsetning: 09 2020
  • Lotunúmer: 09 2020 /27
  • Framleiðsluland: Bandaríkin
  • Dreifing: Dýraspítalinn í Garðabæ, Dýralæknirinn í Mosfellsbæ, Dýralæknamiðstöðin í Grafarholti, Dýralæknastofa Dagfinns og Dýralæknastofa Reykjavíkur

Vistor hundafóður

Einkenni D-vítamíneitrunar geta verið minnkuð matarlyst og þyngdartap ásamt auknum þorsta, slefi og þvaglátum. D-vítamíneitrun getur í alvarlegum tilvikum leitt til nýrnabilunar.

Hundeigendur eru hvattir til að hafa samband við dýralækninn sinn ef hundur þeirra hefur neytt blautfóðurs frá Hill’s Pet Nutrition og sýnir einkenni D-vítamíneitrunar.

Nýjar fréttir