4.9 C
Selfoss

Leiklistarnámskeið fyrir ungt fólk í litla leikhúsinu

Vinsælast

Leikfélag Selfoss heldur námskeið fyrir ungmenni á aldrinum 13 til 20 ára, þar sem unnið verður með leikgleðina, sköpunarkraftinn og andlega og líkamlega meðvitund og notað til þess spuna, listræna tjáningu og textavinnu. Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður þannig að allir fái sem mest út úr námskeiðinu.

Námskeiðið fer fram tvær helgar í lok mars og eitt kvöld í vikunni á milli í litla leikhúsinu við Sigtún. Magnús Guðmundsson leikari mun leiða námskeiðið. Hann þekkir áhugaleikhúsið vel enda byrjaði hann ungur þar og tók þátt í mörgum verkum með Leikfélagi Kópavogs á árunum 1995 til 2002. Hann útskrifaðist sem leikari frá Listaháskóla Íslands árið 2005 og hefur tekið þátt í uppsetingum hjá Borgarleikhúsinu m.a. Línu Langsokk og Billy Elliot.

Skráning fer fram á leikfelagselfoss@gmail.com. Eftir að námskeiði líkur gefst þátttakendum sem og öðrum tækifæri á að taka þátt í Hugarflugi Leikfélags Selfoss sem haldið verður á vormánuðum og verður nánar auglýst síðar.

Mynd:

(Litla leikhúsið)

Litla leikhúsið við Sigtún á Selfossi.

Nýjar fréttir