11.7 C
Selfoss

Auglýst eftir umsóknum um menningarstyrk í Flóahreppi

Vinsælast

Flóahreppur hefur auglýsir eftir umsóknum um menningarstyrk Flóahrepps vegna ársins 2018 sbr. reglur um úthlutun styrkja til menningarmála í Flóahreppi. Í reglunum segir að styrkupphæð sé samkvæmt fjárhagsáætlun hvers árs. Styrkir séu veittir til verkefna sem talin eru skipta máli fyrir mannlíf og félagslíf og/eða til þess fallin að stuðla að björgun menningarverðmæta í sveitarfélaginu.

Eftirfarandi vinnureglur eru settar til viðmiðunar fyrir úthlutun styrkja:
Að um sé að ræða verkefni í Flóahreppi.
Að umsækjandi sé lögráða einstaklingur, félagasamtök, stofnun eða fyrirtæki sem er með lögheimili í Flóahreppi.
Að umsókn fylgi lýsing á verkefni með verkáætlun, tímaramma, fjárhagsáætlun og upplýsingar um umsækjendur.
Að umsækjandi ábyrgist að öll tilskilin leyfi séu til staðar fyrir framkvæmd verkefnis.
Að umsókn fylgi ósk um styrkupphæð.
Ekki verða veittir ferðastyrkir eða styrkir til reksturs.

Umsóknum þarf að skila á skrifstofu Flóahrepps fyrir 15. apríl og úthlutanir verða í tengslum við Fjör í Flóa. Sveitarstjórn Flóahrepps tekur ákvörðun um úthlutun styrks/styrkja samkvæmt fyrirliggjandi umsóknum að fengnu áliti menningarnefndar Flóahrepps. Sveitarstjórn getur leitað álits þar til bærra aðila við mat á umsóknum. Sveitarstjórn getur ákveðið að veita styrk til eins verkefnis eða fleiri. Umsóknir ásamt fylgigögnum, berist Flóahreppi, Þingborg, 801 Selfoss eða á netfangið floahreppur@floahreppur.is, merkt

Nýjar fréttir