11.1 C
Selfoss

Til hamingju með afmælið baklandið góða

Vinsælast

Fyrir um 25 árum, á árunum sem undirrituð var forstöðmaður Námsráðgjafar HÍ, fékk hún fyrirspurn um hvort hún gæti haldið námskeið fyrir fangaverði.

Spurningin kom nokkuð flatt upp á mig en ég spurði strax hvert markmiðið væri. Jú sjálfsþekking, sjálfstyrking, viðtalstækni og leiðsögn um uppbyggilegar aðferðir í boðskiptum. Svar mitt var þá umsvifalust „Já“.

Í kjölfarið komu þrír 12–14 manna hópar til okkar í Háskólann á daglöng námskeið. Fordómar og fyrirfram gefnar hugmyndir um fangaverði sem tilfinningalaus hörkutól urðu fljótt að engu. Satt að segja var innsýn þeirra og samkennd hjá þeim á við marga þá sem lagt hafa fyrir langskólanám í félagsvísindum. Samspil þeirra innbyrðis var litað af trausti og virðingu snerti mig djúpt. Þá kom líka fram þörf þeirra til að lýsa sársaukafullri lífsreynslu með skjólstæðingum og létta á tilfinningum sínum í aðstöðu þar sem 100% trúnaður ríkti og ríkir hjá þeim alla.

Bæjarstjórinn í Árborg, Gísli Halldór Halldórsson, og gestir hlýða á opnunarávarp safnstjóra.

Á opnum sýningarinnar í tilefni 90 ára afmælis þessarar merku stofnunar þar sem fangaverðir fjölmenntu, var ljóst þessir góðu eiginleikar voru enn á sínum stað. Það er mikil gæfa fyrir okkar litla samfélag að þessi viðkvæmi starfsvettvangur skuli vera skipaður af svo góðri og velþenkjandi liðsheild. Vitandi það ættuð þið að nýta tækifærið og skella ykkur í helgarbíltúr á sýninguna í Húsinu á Eyrarbakka.

Ásta Kristrún í Bakkastofu

Nýjar fréttir