-7.1 C
Selfoss

Verslun A4 á Selfossi flutt í nýtt húsnæði

Vinsælast

Verslun A4 á Selfossi opnaði um síðustu helgi í nýju hús­næði að Austurvegi 24, þar sem Pósturinn var áður til húsa. Verslun A4 var áður að Austurvegi 65.

„Verslunarrýmið nánast tvöfaldast þannig að við höf­um miklu meira pláss en við vorum með og höf­um því getað aukið vöruúrvalið verulega,“ segir Ásdís Ýr Aradóttir verslunarstjóri. Á nýja staðnum hefur m.a. verið bætt við ferðavörum og leikföngum. „Við bættum líka við skrifstofuhúsgögnum og bjóð­um upp á þjónustu fyrir fyrirtæki,“ segir Ásdís Ýr.

Í tilefni opnunarinnar á nýjum stað býður verslunin upp á ýmis opnunartilboð.

Nýjar fréttir