5.6 C
Selfoss

Leit haldið áfram í birtingu ef veður leyfir

Vinsælast

Leit í Ölfusá að ökumanni og bifreið sem fór í ána í gærkvöldi hefur enn engan árangur borið. Leitarhópar sem fóru út í gærkvöldi kláruðu yfirferð sín um klukkan hálf tvö í nótt og næstu hópar fóru út. Dregið var síðan úr leit þegar leið á nóttina en áin var vöktuð með sjónpóstum til morguns. Leit hefst aftur í birtingu að því gefnu að veður leyfi en veðurspá er slæm eins og kunnugt er.

Tæplega 100 björgunarsveitarmenn leituðu í gærkvöldi auk áhafnar þyrlu Landhelgisgæslunnar, slökkviliðsmönnum frá Brunavörnum Árnessýslu og sjúkraflutningum HSU ásamt lögreglumönnum.

Aðstandendur mannsins sem leitað er að hafa fengið aðstoð frá áfallateymi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.

Nýjar fréttir