3.4 C
Selfoss

Tillögur um sameiningu prestakalla verða kynntar

Vinsælast

Þriðjudaginn 26. febrúar nk. kl. 20.00 veður aðalsafnaðarfundur Selfosskirkju haldinn. Eins og lög gera ráð fyrir fara fram hefðbundin aðalfundarstörf þar sem sóknarnefnd, prestar og aðrir starfsmenn gera grein fyrir störfum sínum. Þá er mikilvægt að vekja athygli á því að kynntar verða tvær tillögur um sameiningu prestakalla, annars vegar sameiningu Selfoss- og Eyrabakkaprestakalla í eitt og hins vegar sameiningu Selfoss-, Eyrabakka-, Þorlákshafnar- og Hveragerðisprestakalla í eitt. Eru sóknarbörn hvött til að mæta á fundinn og taka afstöðu til þessara tillagna sem liggja fyrir fundinum. Vonandi koma sem flestir og taka þátt í safnaðarstarfinu.

Björn Ingi Gíslason formaður sóknarnefndar.

Nýjar fréttir