0.6 C
Selfoss
Home Fréttir Ungskáld, vísur, skúffuskáld og ljóð

Ungskáld, vísur, skúffuskáld og ljóð

0
Ungskáld, vísur, skúffuskáld og ljóð

Skemmtileg stemning var á viðburðinum „Heims um ljóð“ sem haldinn var í Fjölbrautarskólanum á Suðurlandi í gær. Hátíðin er haldin um allan heim sem hluti af fyrirbæri sem kallað er Heimsljóðahreyfingin (e. World Poetry Movement). Markmið hreyfingarinnar er að vinna gegn stríði með friði og einingu. Í ár var yfirskriftin ljóðalestur gegn múrum og hindrunum. Magnús Kjartan Eyjólfsson, Stuðlabandssöngvari, reið á vaðið og söng fyrir gesti. Þá stigu í pontu ungskáld, skúffuskáld og upplesarar sem lásu ljóð úr ýmsum áttum. Sumir sömdu ljóð á staðnum ásamt því að eitt var flutt á frönsku. Þá flutti Íslandsmeistarinn í ljóðaslammi, Jón Magnús Arnarsson, keppnisljóð sitt sem hann samdi fyrir Heimsmeistarakeppnina í ljóðaslammi nú í haust.

Eins og fram hefur komið kenndi ýmissa grasa meðal ljóðanna og ljóst að ljóðlistin er síst á undanhaldi.

„Það er mikill áhugi á ljóðunum í dag. Það eru margir að yrkja og við hjá Bókabæjunum vitum af ýmsum skúffuskáldum, bæði sem birtust hér í dag og öðrum sem áttu ekki heimangengt, segir Harpa Rún Kristjánsdóttir, annar skipuleggjenda hátíðarinnar.“

Myndband af upplestrinum má nálgast hér.

Flytjendur voru: Magnús Kjartan Eyjólfsson, Halldóra Öfjörð, Ingibjörg Ólöf Sigurðardóttir, Héléne Dupont, Jón Özur Snorrason, Guðfinna Gunnarsdóttir, Harpa Rún Kristjánsdóttir, Gústaf Stolzenvald, Ingi Heiðmar Jónsson, Karítas M. Bjarkardóttir og Jón Magnús Arnarsson.