0.3 C
Selfoss

Heilsuátak fyrir eldri borgara í Hveragerði

Vinsælast

Nýtt átta vikna gjaldfrítt heilsuátak fyrir eldri borgara í Hveragerði, 60 ára og eldri, hefst fljótlega. Námskeiðið er í boði Hveragerðisbæjar og í samvinnu við Félag eldri borgara í Hveragerði og fleiri sérfræðinga í bænum. Verkefnastjóri, leiðbeinandi og fyrirlesari verður Jónína Ben íþróttafræðingur, sem flutt er í Hveragerði.

Sérstakur kynningarfundur fyrir námskeiðið verður haldinn föstudaginn 22. febrúar kl. 20–21. Staðsetning og frekari upplýsingar verða sendar í pósti til eldri borgarar í Hveragerði frá Félagi eldri borgara.

Sem gulrót fyrir dugnað á námskeiðinu verða fengnir til sérfræðingar á ýmsum sviðum er varða heilsu, gleði og hamingju. Má þar nefna Tómas Guðbjartsson hjartalækni og fjallgöngugarp, Bergþór Pálsson söngvara og Albert Eiríksson matargúru, Heru Björk söngkonu og gleðigjafa, Gunnar Má, einkaþjálfari, Keto-sérfræðing og rithöfund, Sölva Tryggvason fyrirlesara, rithöfund og fjölmiðlamann, Helga Grétar listmálara, John Snorra Sigurjónsson, K2 fjallgöngugarp og Helgu Möller söngkonu.

Random Image

Nýjar fréttir