-1.6 C
Selfoss
Home Fréttir Dýpkun reynd í Landeyjahöfn ef aðstæður leyfa

Dýpkun reynd í Landeyjahöfn ef aðstæður leyfa

0
Dýpkun reynd í Landeyjahöfn ef aðstæður leyfa
Landeyjahöfn. Mynd: Vegagerðin.

Vegagerðin mun reyna dýpkun í Landeyjahöfn í febrúar ef aðstæður leyfa. Samkomulag hefur verið gert við fyrirtækið Björgun um að sjá um verkefnið. Björgun mun verða komin með dýpkunarskip á staðin 23. eða 24. febrúar nk.

Tekið er fram að ef einhver von er um að aðstæður batni frá því sem nú er, muni dýpkun verða reynd. Þá er greint frá því að ef helmingslíkur séu á því að dýpkun náist þá verði farið af stað. Vegagerðin mun fylgjast náið með aðstæðum í höfninni og sæta færis segir í frétt á vef Vegagerðarinnar.