0.6 C
Selfoss

Austurrískt þyrlufyrirtæki vill hefja starfsemi á Selfossflugvelli

Vinsælast

Bæjarráði Árborgar barst ósk frá austurrísku þyrlufyrirtæki, Heli-Austria, um að fá lóð á flughlaði Selfossflugvallar fyrir starfsemi sína. Í bréfi fyrirtækisins kemur fram að unnið sé að komu sjúkraþyrlu ásamt annarri þyrlustarfsemi Heli-Austria.

Fram kemur að fyrirtækið hafi yfir 30 ára reynslu af þyrlurekstri og hafi á sínum snærum yfir 40 þyrlur víðsvegar um evrópu af öllum stærðum og gerðum.

Fyrirtækið hefur ákveðið að hefja starfsemi á Íslandi og hefur nú þegar gert nokkurra ára samning um þyrluskíðaflug á Tröllaskaga.

Í samtali við Gunnar S. Einarsson, talsmann Heli-Austria á Íslandi kemur fram að: „Þetta er á svona hugmyndastigi ennþá og við sendum inn erindi til Árborgar. Fyrirtækið er til dæmis að fljúga á Akureyri í samstarfi við Circle Air sem selur ferðir í útsýnisflug en Heli-Austria leggur til þyrlu. Það kom svo upp að vera með svipaða aðstöðu hér á Suðurlandi fyrir samskonar starfsemi. Heli-Austria er svo einnig með sjúkraþyrlur og er vant að fljúga slík flug. Það er kannski eitthvað sem gæti hentað samhliða og væri möguleiki á að skoða.“

Fram kemur í fundargerð Bæjarráðs Árborgar að erindinu hafi verið frestað.

Nýjar fréttir