14.5 C
Selfoss

Mögnuð keppni í Suðurlandsdeildinni

Vinsælast

Mögnuð keppni var í fimmgangi í gærkvöld í Suðurlandsdeildinni. Hestakosturinn var frábær og knaparnir til fyrirmyndar. Lið Töltrider stóð uppi sem stigahæsta lið kvöldsins en þeirra keppendur enduðu í 2. og 6. sæti í flokki atvinnumanna og 1. og 17. sæti í flokki áhugamanna. Sigurvegari atvinnumanna var Helga Una Björnsdóttir á Penna frá Eystra-Fróðholti og kepptu þau fyrir lið Árbæjarhjáleigu/Hjarðartúns. Sigurvegari áhugamanna var Eygló Arna Guðnadóttir á Gerplu frá Þúfu í Landeyjum og kepptu þau fyrir lið Töltrider.

Staðan í liðakeppninni eftir aðra keppni er hnífjöfn og eiga ennþá nánast öll liðin möguleika á að sigra eða í það minnsta blanda sér í toppbaráttuna. Spennandi verður að fylgjast með því hvernig keppnin þróast áfram. Næsta grein er parafimi og fer hún fram 19. febrúar nk.

Staðan í liðakeppninni:
1. Toltrider 104,5
2. Heimahagi 104
3. Húsasmiðjan 100,5
4. Vöðlar/Snilldarverk 96,5
5. Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð 95,5
6. Fet/Kvistir 92
7. Árbæjarhjáleiga/Hjarðartún 90,5
8. Krappi 89
9. Equsana 88
10. Ásmúli 86,5
11. Austurás/Sólvangur 65

Úrslit:
A úrslit – áhugamanna
Sæti / Knapi / Hross / Lið / Einkunn
1. Eygló Arna Guðnadóttir / Gerpla frá Þúfu í Landeyjum / Töltrider / 6,21
2. Sigurbjörn Viktorsson / Sóldögg frá Brúnum / Heimahagi / 6,19
3. Vilborg Smáradóttir / Þoka frá Þjóðólfshaga 1 / Equsana / 6,10
4. Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg / Tign frá Vöðlum / Vöðlar/Snilldarverk / 6,00
5. Svanhildur Hall / Þeyr frá Holtsmúla 1 / Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð / 5,88
6. Karen Konráðsdóttir / Lind frá Hárlaugsstöðum 2 / Árbæjarhjáleiga/Hjarðartún / 5,79

A úrslit – atvinnumanna
Sæti / Knapi / Hross / Lið / Einkunn
1. Helga Una Björnsdóttir / Penni frá Eystra-Fróðholti / Árbæjarhjáleiga/Hjarðartún / 6,83
2. Elvar Þormarsson / Klassík frá Skíðbakka I / Toltrider / 6,79
3. Jóhanna Margrét Snorradóttir / Prins frá Hellu / Heimahagi / 6,60
4. Eva Dyröy / Sesar frá Þúfum / Vöðlar/Snilldarverk / 6,55
5. Vignir Siggeirsson / Ásdís frá Hemlu II / Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð / 6,52
6. Hjörvar Ágústsson / Ás frá Kirkjubæ / Töltrider / 6,45
7. Ásmundur Ernir Snorrason / Þrá frá Strandarhöfði / Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð / 6,31

Heildarniðurstöður er hægt að nálgast í Kappa appinu.
Myndir frá fimmgangnum eru á Facebook síðu hestamannafélagsins Geysis.
Myndirnar tók Helga Þóra Steinsdóttir.

Nýjar fréttir