9.5 C
Selfoss

Sundlaugar Árborgar loka að hluta vegna mikils kulda næstu daga

Vinsælast

Vegna mikils kulda þarf að loka útisvæði Sundhallar Selfoss fimmtudag til sunnudags en innilaugunum verður haldið opnum þessa daga. Sundlaugin á Stokkseyri verður opin í dag, fimmtudag til kl. 18:30 en lokuð föstudag til sunnudags. Stefnt er á að opna báðar laugar að fullu nk. mánudag 4.febrúar samkvæmt opnunartíma. Verði aðstæður metnar betri af Selfossveitum munum við reyna að opna fyrr. Íbúar og gestir eru beðnir velvirðingar á þessum lokunum en þær tengjast miklum kulda í veðurfarinu undanfarna daga.

Nýjar fréttir