8.9 C
Selfoss

Kindilmessustund í húsinu á Eyrarbakka

Vinsælast

Byggðasafn Árnesinga held­ur upp á kyndilmessu í Húsinu á Eyrarbakka laugar­dag­inn 2. febrúar nk. kl. 15. Dagskráin verð­ur nokkuð óhefð­bundin. Kristján Guð­munds­son sálfræðing­ur hug­leið­ir efni skáldsögunn­ar „Eitr­aða barnið“ eftir Guðmund S. Brynjólfsson.

Af hverju frem­ur manneskja glæp? Er einhver leið að útskýra ofbeldi? Eitraða barnið gerist á Eyrarbakka um aldamótin 1900 og ætlar Kristján að veita gestum sálfræðilega inn­sýn í efni bókarinnar fyrir gesti. Að loknu erindi Kristjáns syng­ur Hafsteinn Þórólfsson söngv­ari við undirleik Ásgeirs Ás­geirs­sonar gítarleikara nokkur lög.

Í upphafi dagskrár verður í stuttu máli sagt frá kyndilmess­unni. Kyndilmessa, hreinsunar­hátíð Maríu meyjar, er 40 dög­um eftir fæðingu Krists sem ber upp á 2. febrúar ár hvert. Þá er mikil ljósadýrð við kaþólska guðs­þjón­ustu og dagurinn því kenndur við kerti eða kyndla og íslenska nafn­ið kyndilmessa það­­an upp­runn­ið segir í Sögu daganna eftir Árna Björnsson.

Stundin hefst kl. 15. Boðið verð­ur upp á kaffi að lokinni dag­skrá. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Nýjar fréttir