11.7 C
Selfoss

Hádegisfyrirlestur í Fjölheimum á morgun

Vinsælast

Tinna Björk Helgadóttir.

Fjölheimar á Sel­fossi taka um þessar mundir upp þráð­inn með hina vinsælu hádegisfyrirlestra. Næsti fyrir­lestur verður á morgun fimmtudaginn 31. janúar. Í vetur verða það meistaranemar sem nýta sér lesaðstöð­una í Fjölheimum sem kynna áhugaverð rann­­sóknar­verkefni sín. Tinna Björk Helga­dóttir ríður á vaðið og kynnir verkefnið Frístundalæsi: Hvernig má nýta tíma á frístunda­heimilum til að efla læsi?

Eins og áður mun Birta starfsendurhæfing hafa til sölu léttan hádegisverð en lysthafendur eru beðnir að skrá sig á netfangið fjolheimar@gmail.com.

Nýjar fréttir