6.1 C
Selfoss

Íbúar í Hveragerði ánægðir með sveitarfélagið

Vinsælast

Niðurstöður úr viðhorfskönn­un Gallup sem mælir ánægju íbúa í tuttugu stærstu sveitarfélög­um landsins var kynnt nýlega. Hveragerðisbær kom mjög vel út úr könnuninni eins og oft áður. Samkvæmt henni eru 97% íbúa ánægðir með sveitarfélagið sem stað til að búa á.

„Við erum afskaplega ham­ingju­­söm með það að ánægja íbúa er mjög mikil hér í Hveragerði. Við sjáum það líka á því hversu margir eru að flytja hingað,“ segir Aldís Hafsteins­dóttir bæjar­stjóri.
„Við höfum tekið þátt í þessari könnun undanfarin ár og erum ánægð með að vera í hópi efstu sveitarfélaga. Núna ber svo við að Hveragerðisbær er orðinn efst­ur með mesta ánægju íbúa á landinu. Það er auðvitað stórkost­legt hrós til starfsmanna bæjarfél­agsins sem greinilega eru að gera góða hluti. Við skorum hæst almennt þ.e. með þjónustu bæjar­félagsins. Síðan skor­um við hæst allra hvað varðar gæði umhverf­is­ins. Fólk er greini­lega mjög ánægt með um­hverfið hérna. Það er vel skilj­an­legt því það er gríðarlega fallegt hérna í kring, fjölbreyttar göngu­leiðir og skóg­ræktarsvæði. Hvera­gerði er auð­­vitað land­fræðilega svolítið sér­­stakt sveit­ar­félag. Það kúrir hérna inn til landsins með allar þess­ar göngu­leiðir og þessi skemmtilegu svæði hérna í kring. Við skorum líka lang­hæst í þjón­ustu við eldra fólk. Alveg síðan við fórum að taka þátt í þessari könn­un hefur þjón­usta við eldra fólk verið efst hér í Hveragerði. Eins þjónusta við barnafjöl­skyldur og fleira,“ segir Aldís.

 

Nýjar fréttir