7.8 C
Selfoss

Eftirtektarvert framlag Selfyssinga á HM

Vinsælast

Heimsmeistaramótinu í handbolta lauk á sunnudag með sigri frænda okkar Dana en íslenska liðið endaði í ellefta sæti. Eins og Íslendingum er kunnugt léku Selfyssingar stórt hlutverk í liðinu og má segja að handboltaheimurinn bíði spenntur eftir framgangi þessa unga og efnilega liðs á næstu árum.

Þegar tölfræði mótsins er skoðuð sést að framlag okkar pilta til liðsins var töluvert en Selfyssingar skoruðu samtals 73 mörk og voru með yfir 50% skotnýting, gáfu 32 stoðsendingar og áttu 61 brotin fríköst.

Þá eru ónefndar allar þær bólgur sem Jón Birgir Guðmundsson sjúkraþjálfari losaði á mótinu en það er a.m.k. nýtt HSK-met.

Nýjar fréttir