8.4 C
Selfoss

Áfram listasmiðjur í Listasafni Árnesinga

Vinsælast

Listasafn Árnesinga heldur áfram að bjóða börnum og fjölskyldum þeirra að eiga saman gæðastundir í safninu með þátttöku í listasmiðjum sem haldnar eru mánaðarlega yfir vetrarmánuðina. Nú er komið að janúar smiðjunni, sunnudaginn 27. janúar kl. 14–16. Á einn eða annan hátt tengist viðfangsefni hverrar smiðju þeirri sýningu sem í gangi er og núna verður unnið út frá sýningunni Huglæg rými. Þar má m.a. sjá sérstaka skúlptúra eftir myndlistarmanninn Ólaf Svein Gíslason sem eru líkt og vandlega unnin líkön af húsum eða stöðum.

Í listasmiðjunni verður unnið með þrívíð módel úr pappír sem smiðjustjórinn, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, hefur útfært og hún verður einnig á staðnum til þess að aðstoða þátttakendur við að skapa sitt eigið. Börn og aðstandendur þeirra eru hvattir til þess að nýta þetta tækifæri, koma og skoða sýninguna, ræða um hana og skapa saman í listasmiðjunni þar sem allt efni, pappír og litir eru til staðar og aðgangur og þátttaka í listasmiðjunni er ókeypis.

Nánari upplýsingar um sýninguna og dagskrá safnsins má sjá á heimasíðu þess og samfélagsmiðlum.

Nýjar fréttir