6.7 C
Selfoss

Fasteignasölurnar Staður og Domusnova hafa sameinað krafta sína

Vinsælast

Síðastliðinn áramót sameinuðust fasteignasölurnar Domusnova og Staður undir merkjum Domusnova fasteignasölu á Selfossi.

Domusnova fasteignasala er með skrifstofu sína að Austurvegi 6, 1. hæð, þar sem Sparisjóðurinn var áður til húsa. Útibússtjóri fasteignasölunnar á Selfossi er Sverrir Sigurjónsson, lögmaður og löggiltur fasteignasali. Honum til halds og trausts er Guðný Guðmundsdóttir, sem lokið hefur löggildingarnámi fasteignasala.

Sverrir og Guðný hvetja Selfyssinga og sunnlendinga alla til að kíkja við á nýju skrifstofunni ef þeir eru í fasteignahugleiðingum, þar sem markmið fasteignasölunnar er að veita vandaða, örugga, sanngjarna og ódýra þjónustu.

 

Nýjar fréttir