-0.5 C
Selfoss

Ráðstefna ungmennaráða á Suðurlandi – Ungt fólk á Suðurlandi horfir til framtíðar

Vinsælast

Dagana 30. og 31. janúar næstkomandi, mun Ungmennaráð Árborgar í samvinnu við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) standa fyrir ráðstefnu ungmennaráða á Suðurlandi. Ráðstefnan fer fram í fundarsölunum á Hótel Selfossi
Fyrri daginn munu ungmenni af öllu Suðurlandi leiða saman hesta sína. Seinni daginn koma saman ungmennaráð sveitarfélaga á Suðurlandi, önnur áhugasöm ungmenni, fulltrúar sveitastjórna, þingmenn suðurkjördæmis og aðrir gestir. Rannís fyrir hönd Erasmus+, mennta-, æskulýðs- og íþróttaáætlun ESB leggur verkefninu lið fjárhagslega í formi styrks.

Helstu markmið ráðstefnunnar eru eftirfarandi:

– Að ungt fólk eiga markvisst samtal við ráðamenn um framtíðarskipulag svæðisins
– Að vekja áhuga ungs fólks á framtíðartækifærum svæðisins
– Styðja við ungmennaráð á svæðinu í sinni vinnu fyrir hagsmunum ungmenna
– Vekja athygli ráðamanna á hagsmunum ungs fólks á svæðinu
– Kynna starfsemi ungmennaráða fyrir nýju sveitarstjórnarfólki og öðrum ráðamönnum
– Styðja við þau fáu sveitarfélög á Suðurlandi sem ekki hafa ungmennaráð til að huga að stofnun þeirra
– Standa vörð um tilvist ungmennaráða á Suðurlandi. Lengja líftíma ráðanna og styrkja starf þeirra
– Að gefa áhugasömu ungu fólki reynslu við að koma sínum skoðunum á framfæri
– Efla samstarf ungmennaráða á svæðinu

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er hægt að fá í vefpósti: ungmennarad@arborg.is eða á heimasíðu SASS, www.SASS.is

Með bestu kveðju,
Ungmennaráð Árborgar

Random Image

Nýjar fréttir