2.7 C
Selfoss

Ekki er útilokað að Hellisheiði og Þrengsli loki – Gul viðvörun

Vinsælast

Ekki er útilokað að vegir lokist um Hellisheiði og Þrengsli einhvern tíma á bilinu kl. 10 – 17. í dag.

Nú nálgast suðvestanvert landið snjókomubakkar með allhvössum vindi, skafrenningi og blindu um kl. 10-12, lagast svo um tíma, en aftur eftir kl. 14 og blint með köflum fram undir kvöld. Á Suðurlandi, frá Hellisheiði og austur í Mýrdal, verður SV stormur og mjög blint frá um hádegi í um 3 klst.

Léleg aksturskilyrði og almennt slæmt ferðaveður á Suðurlandi, bæði á Suðurstrandavegi, Hellisheiði og Suðurlandsvegi austur að Mýrdal.

Nýjar fréttir