11.1 C
Selfoss

Lagningu ljósleiðara í Flóahreppi miðar vel áfram

Vinsælast

Verkefni um lagningu ljósleiðara í Flóahreppi miðar áfram hægt og örugglega að sögn aðstandenda verkefnisins. Fyrsta áfanga verkefnisins var lokið á árinu 2018. Veðurfar hefur verið með þeim hætti að ekki hafa orðið umtalsverðar tafir á verkefninu og vonir standa til að svo verði áfram. Þá eru enn að berast umsóknir um tengingar frá sumarhúsaeigendum íbúum og fyrirtækjum. Eydís Indriðadóttir, sveitarstjóri Flóahrepps sagði í samtali við Dagskrána að það sé ánægjulegt að segja frá því að útreiknaður kostnaður vegna fyrsta áfanga sé undir kostnaðaráætlun. Hún sagði einnig að vinna við 2. áfanga sé að hefjast eftir jólaleyfi verktaka. „Ég vil einnig nota tækifærið og þakka verkefnisstjóra og eftirlitsmanni Flóahrepps á vettvangi Flóaljóss fyrir gott utanumhald um verkefnið fyrir hönd sveitarfélagsins.“

 

Nýjar fréttir