7.3 C
Selfoss

Framkvæmdir hafnar við breikkun hringvegarins á milli Hveragerðis og Selfoss

Vinsælast

Framkvæmdir við breikkun hringvegarins á milli Hveragerðis og Selfoss hófust í lok síðasta árs. Tilboð voru opnuð í nóvember sl. og í framhaldinu var skrifað undir samninga í desember við Íslenska aðalverktaka hf., en þeir buðu lægst í verkið, rúmar 1.360 milljónir króna.

Mynd af fyrsta áfanga nýs vegarkafla milli Selfoss og Hveragerðis. Mynd: Vegagerðin.

Fyrsti hluti verksins er breikkun hringvegarins ásamt gerð nýrra gatnamóta við Vallaveg og Ölfusborgaveg. Heildarlengd kaflans er um 2,5 km. Til framkvæmdanna telst einnig gerð nýrra hliðarvega sem tengjast nýjum vegamótum, annars vegar Ölfusvegar frá Ölfusborgavegi að Hvammsvegi og hins vegar Ásnesvegi frá Vallavegi að Ásnesi. Inni í verkinu er einnig breikkun brúar yfir Varmá og undirgöng austan Varmár fyrir gangandi og ríðandi. Einnig eru innifaldar breytingar á lagnakerfum veitufyrirtækja sem og nýlagnir og landmótun auk annarra þátta sem nauðsynlegir eru til að ljúka verkinu. Verkinu skal vera að fullu lokið 15. september 2019.

Hér má sjá myndskeið er sýnir fyrirhugaðan veg á milli Hveragerðis og Selfoss. Myndband: Vegagerðin.

Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, (t.v.) og Sigurður Ragnarsson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka hf., undirrita samninga 11. desember sl. Mynd: Vegagerðin/GPM.

 

Nýjar fréttir