-6.1 C
Selfoss

Stórframkvæmd í Ölfusinu

Vinsælast

Fá ef einhver svæði á landinu búa við sömu framtíðartækifæri og Ölfus. Eitt af þeim risaverkefnum sem við vinnum nú að tengjast Jarðhitagarði ON við Hellisheiðarvirkjun í Ölfusi. Þar er um að ræða verkefni sem er einstakt á heimsvísu þar sem koma á upp klasa fyrirtækja sem nýta sér staðbundna kosti svæðisins svo sem aðgengi að varma, gastegundum og fl. Þannig verður stuðlað að sem bestri nýtingu afurða Hellisheiðarvirkjunar í Ölfusi, jákvæðum umhverfisáhrifum og verðmætasköpun.

Fullnýting orku í Ölfusinu

Eitt þessara fyrirtækja er alþjóðlega Algaennovation Iceland ehf. sem hyggst ráðast í ræktun smáþörunga hér í Ölfusinu. Úr þörungunum verður framleitt afar mikilvægt fóður fyrir dýr sem haldið er til manneldis. Þetta merkilega fyrirtæki er í eigu vísindamannanna sem stofnuðu fyrirtækið auk íslenskra fyrirtækja og fjárfesta. Verkefnið fellur afar vel að áherslum sveitarfélagsins á umhverfisvænan léttiðnað, matvælavinnslu og fullnýtingu orku innan svæðisins.

Árstekjur upp á 7 milljarða og 25 til 35 störf í Ölfusinu

Framkvæmdir Algaennovation eru nú í farvatninu og innan skamms gæti farið að kveða verulega að þeim. Ljóst má vera að hér er um verulega lyftistöng að ræða fyrir sveitarfélagið og íbúa á svæðinu. Án vafa er það til þess fallið að styrkja búsetu á svæðinu og að efla innri gerð þess enda það afar umfangsmikið. Þannig er gert ráð fyrir að eftir fimm ár muni árstekjur verksmiðjunnar verða um 70 milljónir dollara sem samsvarar um 7 milljörðum króna og störfin sem skapast verði a.m.k. 25 til 35. Í upphafi mun árleg framleiðsla hlaupa á tugum tonna en á sjötta ári verður framleiðslan komin í 900 tonn

Samfélagsleg ábyrgð

Ástæða er til að hrósa þessu tiltekna fyrirtæki fyrir skilning á mikilvægi þess að vinna þétt og náið með samfélaginu og íbúum á svæðinu. Þannig hyggst fyrirtækið leita leiða til að manna störf með íbúum í nágrenni þess, kaupa þjónustu af fyrirtækjum þar og ýmislegt fl.

 

Nýjar fréttir