5 C
Selfoss

Tilraunaverkefni í húsnæðisuppbyggingu á landsbyggðinni

Vinsælast

Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Dalabyggð, Vesturbyggð, Snæfellsbær, Norðurþing, Hörgársveit og Seyðisfjarðarkaupstaður voru valin til að taka þátt í tilraunaverkefni vegna uppbyggingar íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. Verkefninu er ætlað að rjúfa þá stöðnun í nýbyggingum sem ríkt hefur víða á landsbyggðinni, jafnvel þó að íbúafjölgun eigi sér stað samfara atvinnuuppbyggingu.

Sveitastjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps ánægður með tækifærið

Í samtali við Dagskrána segir Kristófer Tómasson, sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps: „Ég er ákaflega ánægður með að við hér í Skeiða- og Gnúpverjahreppi  skulum fá þetta tækifæri. Framundan er að vinna húsnæðisáætlun og fleira sem tengist því að taka þátt í verkefninu. Hér er eftirspurn eftir húsnæði mikil. Þær eignir sem hafa verið boðnar til sölu á síðustu misserum hafa selst greiðlega og ásókn er mikil í það leiguhúsnæði sem losnar. Þriggja íbúða raðhús er í byggingu í Árneshverfi og eru allar íbúðirnar þegar seldar. Í deiglunni er að framkvæmdir hefjist við nokkrar íbúðir til viðbótar.“

Alls bárust umsóknir frá 33 sveitarfélögum

Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, kynnti verkefnið á fundi sem fram fór á Húsavík í síðustu viku. Íbúðalánasjóður auglýsti eftir þátttakendum í haust og sóttu alls 33 sveitarfélög um frá öllum landshlutum. Hinum 26 sveitarfélögunum verður boðið að ræða við Íbúðalánasjóð um framhald verkefna á þeirra vegum. Framhaldið ræðst m.a. af reynslu tilraunasveitarfélaga.

Nýjar fréttir