4.7 C
Selfoss

Ný menntastefna gefin út í Árborg

Vinsælast

Ný menntastefna Árborgar 2018-2022 markar framtíðarsýn í skólamálum sveitarfélagsins og á erindi til alls samfélagsins. Nú sem fyrr var leitast við að fá sem flesta að stefnumótunarvinnunni enda komu margir að gerð menntastefnunnar, m.a. nemendur, foreldrar og starfsfólk skólanna. Einnig tóku fulltrúar fræðsluyfirvalda og atvinnulífs virkan þátt í vinnunni. Metnaður, virðing, vinátta og gleði eru þau gildi sem flestir töldu mikilvægust enda gefa megináherslur menntastefnunnar það vel til kynna.
Menntastefnan verður prentuð í takmörkuðu upplagi og slík eintök verður hægt að nálgast fljótlega. Þeir sem vilja kynna sér innihald stefnunnar geta smellt hér.

Nýjar fréttir