2.8 C
Selfoss

Fimm Selfyssingar í sautján manna landsliðshópi Íslands

Vinsælast

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handknattleik tilkynnti nú fyrir skömmu landsliðshóp Íslands sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu sem fram fer í Þýskalandi og Danmörku á næstunni. Í hópnum sem saman stendur af sextán leikmönnum og einum varamanni eru fimm leikmenn sem annað hvort leika með liði Selfoss eða hafa leikið með því.

Í hægra horninu er Bjarki Már Elísson, leikmaður Füch­se Berlín. Hann var í Handboltaakademíu Selfoss og lék um tíma með liði Selfoss.

Á miðjunni er Elvar Örn Jónsson sem nú leikur með liði Selfoss og auk þess Haukur Þrastarson sem er sautjándi maður liðsins.

Í hægri skyttunni eru þeir Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Álaborgar, og Teitur Örn Einarsson, leikmaður Kristianstad. Báðir léku þeir með liði Selfoss.

Janus Daði Smárason, leikmaður Álaborgar og fyrrum Selfoss, var í leikmannahópnum en var ekki valinn í sautján manna hópinn.

Þess má geta að allir ofantaldir leikmenn hafa verið í Handboltaakademíu Selfoss.

Þeir Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Rafn Eðvarðsson voru ekki valdir í hópinn vegna meiðsla.

Þá má einnig bæta við að Selfyssingurinn Jón Birgir Guðmundsson er sjúkraþjálfari liðsins.

Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn Króatíu föstudaginn 11. janúar kl. 17:00.

Nýjar fréttir