0.4 C
Selfoss
Home Fréttir Rólegt um áramót hjá Lögreglunni á Suðurlandi

Rólegt um áramót hjá Lögreglunni á Suðurlandi

0
Rólegt um áramót hjá Lögreglunni á Suðurlandi

Svo virðist sem skemmtanahald sunnlendinga um jól og áramót hafi að mestu farið stórslysalaust fram. Í samtali við lögregluna á Suðurlandi kom fram að jólin og áramótin hafi verið tíðindalítil. „Þetta fór allt vel fram og það var rólegt hjá okkur hér um hátíðarnar, að undanskildu slysinu við Núpsvötn þann 27. desember sl.“ Fram hefur komið að talsverður erill hafi verið hjá Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu.