-0.9 C
Selfoss

Unglingalandsmót UMFÍ verður á Höfn í Hornafirði 2019

Vinsælast

„Þetta verður flott mót, við erum full tilhlökkunar að halda það,“ segir Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Hún, Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, og Jóhanna Íris Ingólfsdóttir, formaður Ungmennasambandsins Úlfljóts (USÚ) hittust í þjónustumiðstöð UMFÍ fyrir skömmu og skrifuðu þar undir samstarfssamning vegna Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið verður á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina 2019. Matthildur er jafnframt formaður framkvæmdanefndar Unglingalandsmóts UMFÍ.

Matthildur, Haukur og Jóhanna Íris, ásamt Sigurði Óskari Jónssyni, gjaldkera USÚ og varastjórnarmanni UMFÍ. Mynd: UMFÍ

Unglingalandsmót UMFÍ hefur verið haldið frá árinu 1992 víða um land og er það án efa einn af stóru viðburðunum um verslunarmannahelgina hjá mörgum fjölskyldum.

Á þessu ári var Unglingalandsmótið haldið í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina. Þangað mættu meira en þúsund þátttakendur á aldrinum 11–18 ára og kepptu í fjölmörgum íþróttagreinum. Samhliða þátttöku í ýmsum keppnisgreinum hélt þekkt tónlistarfólk tónleika öll kvöldin og bUÐ upp á afþreyingu af ýmsu tagi.

Unglingalandsmót UMFÍ var síðast haldið á Höfn í Hornafirði um árið 2013. Við undirskrift samstarfssamningsins rifjuðu þau Haukur, Matthildur og Jóhanna Íris upp mótið og sérstaklega flotta frammistöðu tónlistarmannsins Páls Óskars við setningu þess, sem var eftirminnileg.

Random Image

Nýjar fréttir