5 C
Selfoss

Pakkaþjónusta jólasveinanna í Ingólfsfjalli

Vinsælast

Svo lengi sem elstu menn muna hafa jólasveinarnir í Ingólfsfjalli glatt krakka á Selfossi á aðfangadag með pakkaheimsóknum. Hefur það oft vakið mikla gleði og undrun enda sveinarnir einstaklega skemmtilegir. Sveinarnir skipta jafnan liði og heimsækja krakkana á aðfangadagsmorgun milli kl. 10 og kl. 13.

Eins og áður mun Ungmennafélag Selfoss aðstoða jólasveinana við pakkaþjónustuna. Tekið er á móti litlum pökkum í Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss að Engjavegi 50, á Þorláksmessu kl. 18–21. Gjald fyrir systkinahóp er 2.000 kr.

Nýjar fréttir