-3.3 C
Selfoss

Kvenfélag Villingaholtshrepps kom færandi hendi á elliheimilið Sólvelli á Eyrarbakka

Vinsælast

Íbúar á elliheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka urðu glaðir þegar kvenfélagskonur úr kvenfélagi Villingaholtshrepps komu færandi hendi fyrir skömmu. Búið var að kanna hjá forstöðukonum heimilisins hvað helst vantaði. Niðurstaðan varð sú að kvenfélagið keypti sérstakan bakstrapott ásamt stykkjum sem hitast í pottinum og hægt er að nota til að leggja heita bakstra á lúin bein. Þá höfðu kvenfélagskonurnar keypt falleg og mjúk handklæði sem fylgdu með í gjöfinni. Gjöfin er að verðmæti 146.692 kr.

Forstöðukona Sólvalla þakkaði kvenfélaginu fyrir gjöfina og lýsti yfir þakklæti sínu með að konurnar skyldu hugsa svona fallega til þeirra. Síðan settust íbúar og viðstaddir að glæsilegu kaffihlaðborði sem skartaði stórglæsilegri brauðtertu ásamt fleira góðgæti.

Nýjar fréttir