0 C
Selfoss
Home Fréttir Umferðarslys á Suðurlandsvegi við Þórustaðanámu

Umferðarslys á Suðurlandsvegi við Þórustaðanámu

0
Umferðarslys á Suðurlandsvegi við Þórustaðanámu
Lögreglan á Suðurlandi

Árekstur varð á Suðurlandsvegi á móts við Þórustaðanámu undir Ingólfsfjalli milli vörubifreiðar og fólksbifreiðar sem ekið var í sömu átt kl. 11:19 í morgun. Ökumaður og farþegi í fólksbílnum voru flutt til skoðunar á HSU en meiðsl eru talin minniháttar. Bæði ökutækin eru töluvert skemmd. Loka þurfti vegi meðan ökutæki voru fjarlægð en nú er búið að opna á ný.