10 C
Selfoss

Nemendur í 4. bekk Hvolsskóla heimsóttu sveitarstjórann

Vinsælast

Nemendur í 4. bekk Hvolsskóla komu í heimsókn á skrifstofu Rangárþings eystra í síðustu viku og hittu Anton Kára Halldórsson, sveitarstjóra. Erindi þeirra var að skoða nýjar skrifstofur sveitarfélagsins en einnig að leggja fyrir hin ýmsu málefni sem nemendum lá á hjarta. Fundurinn var að sjálfsögðu formlegur og var skrifuð fundargerð. Mikill samhljómur var í hópnum og flestar tillögur samþykktar en svo er spurning hvaða óskir er hægt að uppfylla. Fundargerðina má lesa á heimasíðu sveitarfélagsins.

Á meðal þess sem þar kemur fram er að fundarmenn hrósuðu því hvað jólatréð á miðbæjartúninu væri fallegt þetta árið. Einnig að gott væri að það yrði ódýrara að búa til hús. Til dæmis með því að tala við sveitarstjórann, byggingarfulltrúann, forsetann, já og bara alla. Það þurfi að vera lýðræði. Tillaga um að gera nýjar skólastofur og byggja nýjan skóla, leikskóla og eldhús og tillaga uma að byggja bíó á Hvolsvelli voru samþykkt samhljóða eins og allar sextán tillögurnar. Tillaga um að ráða þrjá nuddara til að nudda kennara og nemendur við Hvolsskóla var samþykkt með 12 atkvæðum gegn 4.

 

 

Nýjar fréttir