Rafmagnslaust í hluta Selfoss

Grafið var í jarðstreng við nýja miðbæinn nú fyrir skömmu. Við það fór rafmagn af hluta bæjarins. Rafmagnsleysið varði skamma stund, en samkvæmt HS-veitum þurfti að taka kapalinn úr umferð áður en hægt var að slá kerfinu inn aftur.