-1.5 C
Selfoss

Skákmót við lok skákkennslu grunnskólabarna

Vinsælast

Laugardaginn 8. desember síðastliðinn var síðasti kennsludagur skákkennslu grunnskólabarna í Fischersetri á Selfossi. Þetta var síðasti tíminn af átta skipta námsskeiði sem byrjaði síðastliðið haust og var í umsjón Helga Ólafssonar stórmeistara og skólastjóra Skákskóla Íslands.

Rúmlega 20 krakkar tóku þátt í  námsskeiðinu og síðasta kennsludaginn var haldið skákmót. Úrslit skákmótsins urðu þau að í fyrsta sæti varð Sæþór Ingi Sæmundarson, í 2. sæti varð Arnar Bjarki Jóhannsson  og í 3. sæti Fannar Smári Jóhannsson.

Random Image

Nýjar fréttir