4.5 C
Selfoss

Markaðsstofa Suðurlands 10 ára

Vinsælast

Markaðsstofa Suðurlands fagnar 10 ára afmæli sínu um þessar mundir. Stofan er sjálfseignarstofnun sem var stofnsett á Selfossi þann 19. nóvember 2008.

Í tilefni af 10 ára afmælinu var aðilum að Markaðsstofunni boðið á súpufundaröð sem haldin hefur verið víðvegar um Suðurland. Á fundunum var Brynjar Þór Þorsteinsson, lektor við Háskólann á Bifröst, með fræðsluerindi sem nefnist „Markaðsaðgerðir fyrirtækja í breyttu umhverfi ferðaþjónustu“. Á fundunum gafst aðilum að Markaðsstofunni kostur á að hittast og eiga samtal sem nauðsynlegt er fyrir þróun og sameiginlega sýn ferðaþjónustunnar á Suðurlandi.

Margt er búið að vera gerast hjá Markaðsstofu Suðurlands undanfarið. Vinnu við áfangastaðaáætlun landshlutana er nýlega lokið. Áætlunin var kynnt á fundi Ferðamálastofu þann 15. nóvember sl. Þann 17. janúar næstkomandi verður viðburðurinn „Mannamót“ haldinn í sjötta sinn. Mannamót er vettvangangur fyrir ferðaþjónustufyrirtæki af landsbyggðinni til að kynna sig og sína starfsemi fyrir ferðaþjónustufyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu og skapa með því aukin tengsl innan ferðaþjónustunnar. Síðustu ár hafa kynningar frá ferðaþjónustuaðilum verið yfir 200 og gestir sem sækja viðburðinn verið yfir 700 talsins.

Nýjar fréttir