-0.2 C
Selfoss
Home Fréttir Jólabingó á Borg á morgun

Jólabingó á Borg á morgun

0
Jólabingó á Borg á morgun

Jólabingó Kvenfélags Grímsneshrepps verður haldið á morgun laugardaginn 24. nóvember kl. 14:00 í Félagsheimilinu Borg.

Allur ágóði af jólabingóinu rennur í Sjóðinn góða sem er samstarfsverkefni ýmissa félagasamtaka í Árnessýslu. Sjóðurinn hefur þann tilgang að veita aðstoð fyrir jólahátíðina til handa þeim sem ekki eiga fyrir nauðþurftum. Aðgangseyrir er 1.500 kr. Innifalið er eitt bingóspjald, heitt súkkulaði og vöfflur. Aukaspjald er á 500 kr. Góðir vinningar eru í boði.

Kvenfélagskonur vonast til að sjá sem flesta hressa og káta með klink og seðla til styrktar góðu málefni.