2.3 C
Selfoss

Mikill áhugi á verndaráætlun um Fjallabak

Vinsælast

Um 70 manns mættu á fund sem Umhverfisstofnun stóð fyrir á Hellu í vikunni. Fundarefnið var samráð vegna verndaráætlunar Fjallabaks.

Starfsmenn Umhverfisstofnunar lýsa ánægju með fundarsóknina, enda hafi samráðsfundurinn verið mikilvægur þáttur í gerð stjórnunar- og verndaráætlunar þar sem afurðir fundarins verði nýttar í að vinna að stefnu friðlandsins, 3. kafla áætlunarinnar.

Umhverfisstofnun leggur mikla áherslu á samráð við almenning. Því er mikilvægt að þeir sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri varðandi framtíð friðlandsins leggi fram eigin hugmyndir og skoðanir.

Fréttin birtist fyrst á vef Umhverfisstofnunar.

Nýjar fréttir