-1.6 C
Selfoss

Framkvæmdir hefjast í nýja miðbænum á Selfossi

Vinsælast

Skóflustungur að nýjum miðbæ á Selfossi voru teknar á laugardaginn. Með þeim hefjast formlega framkvæmdir á svæðinu. Skóflustungurnar tóku Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg, Ásta Stefánsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Árborgar og Guðjón Arngrímsson og Leó Árnason frá Sigtúni þróunarfélagi ehf.

Framkvæmdinni verður skipt í tvo áfanga. Í fyrri áfanga er gert ráð fyrir að reyst verði þrettán hús og verði þau tilbúin vorið 2020. Átján hús eru í síðari áfanga sem áætlað er að verði tilbúin ári síðar. Í fyrri áfanganum er m.a. Mjólkursafn. Auk þess er gert ráð fyrir að reisa versl­an­ir, veit­ingastaði, íbúðir, hót­el, sýn­ing­ar­sali og margt fleira.

Íbúa­kosn­ing um nýja miðbæinn og miðbæjarskipulagið var haldin í ágúst sl. Þar voru hugmyndir Sigtúns þróunarfélags samþykktar með 60% at­kvæða. Niðurstaðan var kærð til sýslumanns og síðan til dómsmálaráðuneytis. Kærum var hafnað á báðum stigum.

Nýjar fréttir