Talsverð rigning og suðaustan stormur í kortunum

Veðurstofa Íslands.
Veðurstofa Íslands.

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að suðaustan hvassviðri eða stormur, 15-23 m/s með talsverðri rigningu gangi yfir sunnan og suðvestanvert landið. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 30 m/s, einkum undir Eyjafjöllum. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Þá mun rigna talsvert sunnanlands næstu tvo sólarhringa. Fólk er beðið um að tryggja að niðurföll séu óteppt svo regnvatnið fái eðlilegan farveg til sjávar.