-3.3 C
Selfoss
Home Fréttir Bergljót Arnalds og Hörpukórinn í Selfosskirkju

Bergljót Arnalds og Hörpukórinn í Selfosskirkju

0
Bergljót Arnalds og Hörpukórinn í Selfosskirkju
Bergljót Arnalds.

Hörpukórinn, ásamt einsöngvaranum Bergljótu Arnalds og hljómsveit, verður með tónleika í Selfosskirkju sunnudaginn 11. nóvember nk. kl. 16:00. Hljómsveitina skipa stjórnandi kórsins, Guðmundur Eiríksson á píanó, Eysteinn Ó. Jónasson á bassagítar, Rúnar Þór Guðmundsson á trommur og Jóhann Stefánsson á trompet. Á efnisskrá tónleikanna eru bæði klassísk lög og dægurlög við undirleik rytmasveitarinnar. Einnig frönsk einsöngslög ásamt lögum eftir söngkonuna Bergljótu Arnalds.